FYRIRTÆKIÐ

Haf og land (Sailing in Skagafjordur) er siglinga fyrirtæki staðsett í Skagafirði, á Hofsósi, norðurlandi. Fyrirtækið býður upp á ferðir fyrir alla, sérsniðnar eftir óskum til þess að bjóða uppá frábæra og ógleymanlega ferð.
Siglingar, sjóstöng ásamt fuglaskoðun, kayak ferðir eru í boði frá maí til október. Yfir sumartímann bjóðum við uppá sérstakar ferðir til að upplifa miðnætursólina!
Ingvar Daði Jóhannsson rekur fyrirtækið, áhugasamur Íslendingur sem hefur byggt feril sinn af ástríðu og áhuga á að sýna fólki allt það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða og gera ferðina eftirminnilega. Bátur Ingvars tekur 19 manns.

ÞORPIÐ HOFSÓSBoat, Sailing in Skagafjordur

Hofsós er lítið þorp sem liggur við austur strönd Skagafjarðar og er eitt elsta skipahöfn á Íslandi, frá 16. Öld.
Við höfnina á Hofsósi er starfrækt Vesturfarasetrið, sem hefur að geyma upplýsingar um þá íslendinga sem fluttu til norður Ameríku og styrkir tengslin við afkomendur þeirra.
Spölkorn frá höfninni er sundlaugin á Hofsósi sem enginn má missa af. Hún er byggð í brekku fyrir ofan sjóinn, sem býður upp á óborganlegt útsýni yfir hafið og fjörðinn.

UMHVERFIS HOFSÓS

Midnight Sun over ThordarhofdiSvæðið umhverfis Hofsós býður upp á einstaka jarðfræðilega eiginleika eins og að ferðast aftur til fortíðar þegar eldgosin stóðu sem hæst.
Fjaran er aðalega þekkt fyrir stuðlabergið, þar sem stærð þeirra fer eftir því hversu hröð kælingin á Stuðlaberginu var. Einn af hápunktum ferðanna er að sjá þetta einstaka náttúrufyrirbrigði í klettunum við þorpið. Við getum ekki beðið eftir að sýna ykkur!
Ferðirnar eru einnig kjörið tækifæri til að sýna ykkur Þórðarhöfða, klettahöfði og gamlar eldfjallarústir sem líta út fyrir að vera eyja en tengist við meginlandið með tveimur lágum eiðum (Höfðamöl og Bæjarmöl) sem gerir það að einstökum stað fyrir fuglalífið og fjölbreytni fiskanna. Fjallagarpar geta notið þess að labba í kringum Höfðavatnið, stærsta vatnið í firðinum (10 km²), eða á topp Þórðarhöfða, þar sem launin eru stórkostlegt útsýni yfir eyjarnar Drangey og Málmey.


Gagnlegir tenglar:

Sundlaugin á Hofsósi
Tjöldum í Skagafirði
North West Adventures
Grund Guesthouse
Lónkot Rural Resort
Kolkuos Guesthouse
Samgönguminjasafnið í Stóragerði
Vesturfarasetrið

This post is also available in: English, German, French