Við förum í siglingar á hverjum morgni klukkan 9:30, eða hvenær sem er eftir óskum, við sýnum ykkur fallegustu staðina á austurströnd Skagafjarðar en ferðirnar sem við bjóðum upp á eru mislangar.

STUTT FERÐ (1 KLST) – ÞÓRÐARHÖFÐISailing around Thordarhofdi

Fyrst förum við með ykkur að Bæjarklettum þar sem má sjá stórfenglegt stuðlaberg í öllum stærðum og gerðum. Smátt stuðlaberg verður til við hraða kólnun hraunkviku á meðan að þau sem stærri eru verða til þegar kólnunin nær yfir lengri tíma.

Síðar skoðum við Þórðarhöfða, forna eldfjallarúst sem rís 202 metra yfir sjávarmáli. Þó svo að Þórðarhöfði virðist vera eyja þegar horft er úr fjarlægð, er hann tengdur við land með tveimur malarkömbum. Milli kambanna er Höfðavatn, sem er þekkt fyrir ríkt fuglalíf og silungaveiði.

MIÐLUNGS FERÐ (2 KLST) - MÁLMEYSailing to Malmey island

Sérðu eyjurnar tvær úti á hafi? Í þessari ferð förum við að Málmey, sem er vel varðveitt eyja, þar sem lundi og langvía kjósa að dvelja yfir sumarið. Það eru miklar líkur á að þessir fallegu fuglar bjóði sér með í ferðina!

Hvað er svo betra en að enda ferðina á að heimsækja vinsælu sundlaugina á Hofsósi? Þar er hægt njóta útsýnisins yfir fjörðinn og sjá Drangey og Málmey úr fjarlægð. Aðgöngumiði í sundlaugina er innifalinn í ferðinni.

LÖNG FERÐ (2 KLST +) - DRANGEYSailing to Drangey island

Í þessari ferð skoðum við alla ofangreinda staði, Þórðarhöfða og Málmey, en hérna siglum við einnig alla leið að Drangey til að fá að sjá allt það sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.

Drangey gegnir merku hlutverki í Íslenskum þjóðsögum, en þar var Grettir sterki, einn þekktasti víkingur íslands, í útlegð í þrjú ár, þar til hann dó árið 1031. Eyjan er einnig heimili margra fugla yfir sumartímann.


Brottför: 9:30, eða hvenær sem er eftir óskum

Fjöldi: Báturinn tekur allt að 19 manns – Minnst 4 fullorðir í hverja ferð

Hafið samband á hafogland@gmail.com fyrir meiri upplýsingar um siglingarnar okkar. Hlökkum til að bjóða ykkur velkomin um borð!

This post is also available in: English, German, French